Afþreying

Upplifðu það sem gerir Austurland einstakt.

Úrval ævintýra og upplifana bíða þín, bókaðu þína ferð í dag.


Skoða ferðir

Gönguferðir

Svæðið býður upp á gnægð lengri og styttri gönguleiða og ættu flestir að geta fundið gönguleið við sitt hæfi. Stutt er í margar fallegar staðsetningar í ósnortinni náttúru, eins og svörtu sandana og Búlandstind, þar sem hægt er að njóta stórbrotins útsýnis yfir firðina og víðáttuna í kring.


Berufjörður og Hamarsfjörð eru einnig skammt undan.


Leiðsögn er í boði allt árið um kring, að lágmarki tveggja tíma ferðir. Hægt er að bóka með a.m.k. viku fyrirvara.

Norðurljósin

Norðurljósin láta sjá sig á dimmum vetrardögum.

Besta tímabilið til að skoða norðurljósin er á milli loka september og fram í miðjan mars.


Djúpivogur og nágrenni er kjörinn staður fyrir norðurljósa-skoðun. Við mælum með að kíkja á Norðurljósaspána áður en lagt er upp í norðurljósaleiðangur.

Stangveiði

Starfsfólk hótelsins getur skipulagt stangveiðiferðir. Hægt er að velja á milli sjóstangaveiða og strandstangaveiða. Auðvelt er að nálgast góða veiðistaði frá Djúpavogi.

  • Sjóstangveiðiferðir eru að lágmarki 4 klukkustundir og báturinn er leigður ásamt skipstjóra.


  • Strandstangveiði er einnig í boði, en þá þarf sérútbúna strandveiðistöng. 


Þú getur leigt allan búnað sem þörf er á.

Gott er að bóka með að minnsta kosti viku fyrirvara.

Dýralíf

Allt í kring um Djúpavog má finna fjölbreytt dýralíf. Á svæðinu eru 36 mismunandi fuglategundir, og við strendurnar er ekki óalgengt að koma auga á seli, ásamt hreindýrum sem koma af fjöllum að hausti.

Allt þetta má sjá í göngufæri frá þorpinu.


Svæðið er einnig með bestu stöðum landsins til að skoða fuglalíf, en fuglaskoðunarfólk getur nýtt sér fuglaskoðunarkofana sem eru frábærlega staðsettir laða að sér fjölda fuglaáhugamanna og ljósmyndara á hverju ári.

Önnur afþreying:

Langabúð og Gamla Kaupfélagið

Heimsæktu Löngubúð, byggðasögusafn bæjarins, þar sem finna má sýningu tileinkaða verkum Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara og handverk úr þorpinu.

Sjá heimasíðu

Sundlaug Djúpavogs

Sundlaug og heilsurækt Djúpavogs er aðeins í 150 metra fjarlægð frá hótelinu.

Sjá heimasíðu

Eggin í Gleðivík

Opna í Google Maps

Þarftu frekari upplýsingar?

Ekki hika við að hafa samband, við getum aðstoðað.


Segðu Hæ