Hótelið

50

Herbergi & íbúðir víðsvegar um bæinn

5

Gististaðir

8.9

Í einkunn frá gestum okkar á Booking

34

Ár

Verið velkomin!

Við höfum boðið ferðalöngum upp á þægilega hótelgistingu á Djúpavogi síðan árið 1984.

Á hótelinu er að finna 42 herbergi, en það samanstendur af gamla húsinu Framtíð ásamt viðbyggingu sem tekin var í notkun í júní 1999. Viðbyggingin er um 740m2 sem skiptist í 250m2 samkomusal og 18 tveggja manna herbergi með baði.

Starfsfólk hótelsins gerir sitt besta til þess að gestum okkar líði vel á meðan dvöl þeirra stendur í okkar fallega heimahéraði.
Skoða gistingu

Meira um Hótel Framtíð

Aðstaða og Þjónusta

Aðstaða & Þjónusta

Þjónusta

☑ Dagleg herbergisþrif

☑ Móttaka / Þjónustuborð

☑ Vakningarþjónusta

☑ Töskugeymsla

☑ Fax/Ljósritun*

☑ Þvottaþjónusta*



*aukagjald / háð framboði


Aðstaða

☑ Bílastæði á staðnum

☑ Funda- pg veisluaðstaða (200 manna)

☑ Veitingastaður

☑ Setustofa og Bar

☑ Frítt þráðlaust net

☑ Reykingasvæði

☑ Hjólastólaaðgengi

Matur og Drykkur

☑ Veitingastaður (more info)

☑ Bar & Setustofa

☑ Snarlbar

☑ Börnin velkomin

☑ Sérfæði (hafið samband)

Skoða Veitingastaðinn ❯

Hópar á ferðinni

Vinsamlegast hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.


Viðburðir og ráðstefnur


Framtíð býður upp á frábæra aðstöðu fyrir bæði stærri og smærri viðburði. Við sérhæfum okkur í viðburðum á við afmæli, brúðkaup, og árshátíðir, ásamt fundum og ráðstefnum. Hægt er að forpanta fundar- og ráðstefnubúnað eins og skjávarpa, töflubretti og fleira. Við getum einnig boðið upp á kaffi og veitingar, allt eftir óskum hvers hóps.


Á hótelinu eru 3 veitingasalir. Nýr veitingasalur tekur 250 manns í sæti, gamli veitingasalurinn tekur um 40 manns í sæti og bar hótelsins tekur 50 manns í sæti.


Hafðu samband við okkur og fáðu frekari upplýsingar.

Standard Herbergin á Framtíð.

Hótelið hefur í heild sinni 42 herbergi. Þar af eru 18 herbergi búin öllum helstu þægindum, baðherbergi, síma og sjónvarpi. Við bjóðum einnig upp á 24 herbergi með handlaug. Mjög góð aðstaða er fyrir svefnpokahópa. Sturtur og sauna má finna í kjallara gamla hússins.

Frítt Wi-Fi   

Ketill fyrir kaffi og te

Sími

Skrifborð

Handklæði

Uppábúin rúm

Fataskápur/closet

Sérbað í boði*

Reyklaus herbergi

*Sjá nánari upplýsingar

Sjá Meira ❯

Hótel Framtíð býður úrval af þægilegri gistingu á Djúpavogi.

Skoða ❯

Saga Framtíðarinnar

Þetta hús, Framtíðin, á sér langa og litríka sögu.

Það var danskur verslunarmaður að nafni Gustaf Ivarsen, sem kom með húsið tilhöggvið frá Kaupmannahöfn og það var reist veturinn 1905 til 1906.



Gustaf rak verslun í húsinu til ársins 1908, en þá varð hann að hætta vegna gjaldþrots.


Árin 1909 til 1925 var rekin verslun í tengslum við verslunina Framtíðina á Seyðisfirði. 

Árið 1925 keypti danskur maður að nafni Carl Bender húsið og rak þar verslun auk þess að vera gjaldkeri Kaupfélags Berufjarðar, sem stofnað var 1920.


Carl Bender selur húsið árið 1946 og kaupandi var Ingimundur Steingrímsson hreppstjóri og póstmeistari. Pósthúsið var í húsinu næstu 10 árin eða til ársins 1956 er Halldór Jónsson frá Seyðisfirði kaupir húsið og rekur þar verslun.

Kaupfélag Berufjarðar kaupir húsið 1963 og hefur það síðan verið mikið endurbætt og notað sem hótel. Árið 1987 er hótelið selt.

Kaupendur voru Óskar Steingrímsson og Stefán Arnórsson, báðir frá Djúpavogi. Stofna þeir hlutafélag um reksturinn, sem hlaut nafnið Hótel Framtíð hf. Þeir reka hótelið í sameiningu til ársins 1990-91.

Árið 1991 ákvað Óskar Steingrímsson að selja hlut sinn í Hótel Framtíð e.h.f. til Stefáns og Vilborgar Ágústu, en þess má geta að Óskar sá áfram um að aðstoða félagið með bókhaldið allt til desemberloka 2007.

Í framhaldi af þessum breytingum var Arnór Stefánsson sonur þeirra hjóna ráðinn hótelstjóri. Árið 1992 voru miklar framkvæmdir í gangi hjá Hótel Framtíð. Hluti af kjallara hússins var grafinn út til þess að fá þar aukna lofthæð. Um þá vinnu sá Stefán Arnórsson. Því næst var þar innréttaður vistlegur vínbar undir handleiðslu Unnþórs Snæbjörnssonar trésmíðameistara á Þiljuvöllum. Vínbarinn var opnaður það sama ár um haustið.


Næstu árin var unnið að skipulagningu á viðhaldi gamla hússins í fullu samráði við Hjörleif Stefánsson arkitekt hjá Húsafriðunarnefnd. (síðar Magnús Skúlason).

The hotel has been run by the family since. 


Árið 1995 hætti Arnór Stefánsson sem hótelstjóri, Þá tók við starfinu yngri sonur Stefáns og Vilborgar Ágústu, Þórir Stefánsson og hefur hann gengt því starfi með dyggum stuðningi maka síns Guðrúnar Önnu Eðvaldsdóttur til dagsins í dag.

Árið 1998 var komin upp sú staða hjá Hótel Framtíð að gestum hótelsins hafði fjölgað með ári hverju jafnt í gistingu sem og veitingaþjónustu. Á sama tíma voru hafðar uppi kröfur frá ferðaskrifstofum og öðrum gestum um boð og salerni inn á hvert herbergi. Gamla húsið Framtíð sem hótel, var því að verða barn síns tíma um Þessar mundir.


Við þessar aðstæður var nú aðeins um tvennt að velja hjá eigendum hótelsins. Það var að leggja upp laupana, eða láta slag standa og fara í fjárfestingar í auknu hótelrými. Á þessum tímapunkti var ákveðið að kaupa og flytja inn til landsins bjálkahús frá Finnlandi og reisa það sem viðbyggingu við gamla húsið. Þessar framkvæmdir hófust svo þann 1. desember árið 1998. Þeir sem stjórnuðu þessum framkvæmdum og unnu jafnframt að þeim, voru Björn Björgvinsson trésmíðameistari frá Breiðdalsvík, Unnþór Snæbjörnsson trésmíðameistari frá Þiljuvöllum og Stefán Arnórsson Djúpavogi, auk fjölda annara verklaginna manna.

Viðbyggingin er 800m2 að stærð sem skiptist í þrjár einingar. Það er tengiálmu við gamla húsið, gistiálmu með gangi og 18 herbergjum auk matsalar sem tekur allt afð 200 manns í sæti. Sá salur er einnig notaður sem félagsaðstaða fyrir stærri samkomur sem haldnar eru á Djúpavogi svo sem Sviðamessa, áramótagleði, þorrablót, hammondhátíð o.f.l.


Þann 17. júní árið 1999 var húsið formlega vígt of fyrstu gestirnir streymdu inn og hafa gert það í auknu mæli síðan.


Árið 2005 fékk gamla húsið mikla andlitslyftingu utanhúss. Allt járn var rifið af húsinu og nýtt sett í staðinn. Einnig var skipt um alla glugga, þakskegg og útidyrahurðir, og allt haf sem upprunalegast eins og kostur var. Það er því ennþá hið tignarlega 104 ára gamla hús sem er andlit Hótels Framtíðar í dag og býður gesti og gangandi velkomna inn í fortíð og framtíð.


Hótelstjóri er sonur Stefáns, Þórir Stefánsson.

Share by: